2.9.2009 | 20:12
Tilraun í sjávarútvegi?
Það er nú alveg makalaust að yfirvöld þjóðar sem hefur nær eingöngu reynslu af fiskveiðum skuli þurfa að vera að gera tilraunir með aðal atvinnugrein þjóðar sinnar. Ég veit að kvótakerfis ósóminn er búinn að tröllríða öllu velsæmi og Íslenskir trillusjómenn ábyggilega löngu búnir að gleyma þeirri frelsis tilfinningu sem fylgir því að róa til sjós með smá von um að hafa kannski eitthvað útúr því sjálfir. En ég veit um fullt af mönnum sem eru færir um að skipuleggja og aðstoða óreynda stjórnmálamenn við að hnoða saman löggjöf í sjávarútvegi sem gengi upp og myndi hafa jákvæð áhrif á þjóðarbúið ef það er það sem stjórnmálamenn vilja á annað borð.
Flestir segjast ánægðir og þora ekki að benda á hverslags tittlingaskítur þessar strandveiðar voru og móðgun við sjálfstæða sjómenn, af ótta við að fá ekki áframhald á veiðarnar næsta sumar og ráðherra leggur sig fram við að viðhalda þeim ótta með því að segjast reikna með því að það verði framhald á þessu.
Ég segi nú bara : Hr ráðherra,vertu maður en ekki mús og reyndu að leggja þitt af mörkum til að þín verði minnst sem manns sem leiðrétti verstu mistök sem framin hafa verið í sögu íslensks sjávarútvegs.Þannig getur þú sýnt í verki að þú óttast ekki LÍÚ og sannað að þú berð fyrst og fremst hag þjóðar þinnar fyrir brjósti en þjónar ekki hagsmunum hinna fáu.
Strandveiðarnar áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Við gefum Jóni Bjarna séns fram á miðjan vetur með Adda Kidda Gauj sér við hlið.
En ef ekkert verður farið að gerast þá er ekki von á góðu.
Níels A. Ársælsson., 3.9.2009 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.