31.3.2009 | 00:11
Fulltrśar śr öllum įttum.
Talandi um Sjįlfstęšismenn verš ég nś aš segja aš žeir eru margir hverjir meš skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst į lķfsleišinni. Margir eru flugmęlskir og lśra oftar en ekki į góšum vķsum og eru öšrum mönnum oršheppnari.
Einn slķkur er Hįlfdįn Kristjįnsson vinur minn ķ Hveragerši en viš vorum einu sinni staddir ķ mišborginni ,nįnar tiltekiš viš Austurvöll ,eftir einhvern fund ,žegar hann rekur augun ķ sjįlfan Dómkirkjuprestinn sem er ęttašur aš vestan eins og hann. Komdu Maggi ég verš aš kynna žig fyrir žessum höfšingja sagš"ann um leiš og hann togaši ķ ermina mķna og rauk af staš ķ įttina aš styttunni af Jóni forseta.
Eftir aš hafa heilsaš manninum kumpįnlega kynnti hann okkur og sagši meš hęšnislegu glotti,, žaš er ekki oft sem mašur hefur tękifęri til aš standa mitt į milli sendiherra žess efra og hins nešra į sama augnablikinu,, svo tók hann alveg bakföll af hlįtri og presturinn hló meš svo glumdi ekkó frį styttunni og ég er ekki frį žvķ aš Jón forseti hafi lķka glott yfir žessari einskęšu vestfirsku fyndni.
Ég hef oft velt žvķ fyrir mér sķšan hversu lķtillįtur og umburšarlyndur žessi prestur er aš taka žvķ ekki illa aš vera svo ranglega titlašur ķ embętti ,af vini sķnum ķ vitna višurvist og į ég žį viš mig og Jón forseta. Ég er einnig sannfęršur um aš žeir hljóta aš hafa žekkst lengi fyrst Hįlfdįn gat leyft sér aš vera meš svona kaldhęšni ķ hans garš.
Talandi um vķsur og sjįlfstęšismenn žį datt mér ein ķ hug sem mér žętti vęnt um aš vita hver er höfundurinn af en hśn er svar manns sem var spuršur aš žvķ hvort hann vildi vera jaršašur eša brenndur eftir daušann.Hann svaraši:
Minni rķku moldaržrį
myndi bįliš ama
en žeim sem vķsan eldinn į
ętti aš standa į sama.
Athugasemdir
Žaš er alltaf gott aš vera ķ félagsskap fólks sem sér hśmorinn ķ tilverunni. Nóg er af andsk..... kverślöntunum.
Ragnhildur Kolka, 4.4.2009 kl. 09:59
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.